Tryggingamál ,,Ber er hver að baki nema sér bróður eigi”

Þeir sem vegna fötlunar geta ekki stundað arðbæra vinnu eigi rétt á því að fá örorkulífeyri og aðrar framfærslutekjur, sem nægi til mannsæmandi lífs. Þjóðfélagið hefur tekið á sig þá ábyrgð, með stjórnarskránni, að sjá öllum farborða sem geta það ekki sjálfir. Það er þess að koma á því skipulagi sem leysir þetta vandamál á hagkvæmastan hátt og á þann hátt, að skapað geti sem mesta lífshamingju hjá sem flestum.
Stefna Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra í tryggingamálum er þessi:

  • Bætur almannatrygginga eiga að vera það háar að nægi til mannsæmandi lífs.
  • Bótagreiðslur frá almannatryggingakerfinu mega ekki vera vinnuletjandi.
  • Allar bótagreiðslur skulu miða að því að gera einstaklingin sem sjálfstæðastan og óháðan öðrum.
  • Örorkumat skal byggjast á læknisfræðilegum forsendum.
  • Allur aukakostnaður vegna fötlunar sé bættur.
  • Öll hjálpartæki að fullu greidd.