Félagsmál ,,Maður er manns gaman”

Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra, mun vinna að því að tryggja félagslegt jafnrétti ALLRA þegna þjóðfélagsins. Samtökin leggja áherslu á að fötluðu fóki verði sköpuð skilyrði til sjálfstæðs lífs með eðlilegri búsetu og félagslegri þjónustu eftir þörfum hvers og eins. Helstu stefnumið Sjálfsbjargar eru því þessi:

  • Að gera fötluðu fólki mögulegt að ná fótfestu í samfélaginu, veita því aðstoð og upplýsingar sem og virkja það í starfi samtakanna.
  • Að tryggja að fatlaðir þurfi ekki að flytja úr sinni heimabyggð vegna aðstöðuleysis og skorts á nauðsynlegri þjónustu.
  • Að vinna að því að breyta hugarfari almennings þannig að fólk sem fatlað er verði metið til jafns við aðra þegna þjóðfélagsins.
  • Að efla æskulýðsstarf fatlaðra og stuðla að því að ungt fatlað fólk eigi jafna möguleika á þátttöku í almennu æskulýðsstarfi.
  • Að stuðla að kynningu og fræðslu um málefni fatlaðra í grunn- og framhaldsskólum landsins.
  • Að efla og auka samvinnu hinna ýmsu félagasamtaka víðsvegar um landið sem og annarra þeirra er vinna að málefnum fatlaðra.
  • Að nýta þekkingu og reynslu annarra þjóða og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi.