Hjálparliðasjóður Sjálfsbjargar lsh.

Hjálparliðasjóður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra, var stofnaður árið 1997 með það að markmiði að auðvelda hreyfihömluðum að ferðast. Markmið sjóðsins er að gera hreyfihömluðum kleift að ferðast innanlands og utan á jafnréttisgrundvelli. Sjóðurinn veitir umsækjendum styrk vegna hjálparliða á ferðalögum.

Frá stofnun sjóðsins hafa margir styrkir verið veittir en lítið komið inn í staðinn. Sumarið 2005 kláraði Kjartan Jakob Hauksson hringferð sinni kringum landið á árabát um leið og hann safnaði fé fyrir sjóðinn. Þá hljóp Björgvin Ingi Ólafsson í Reykjavíkurmaraþoninu 2016 í nafni sjóðsins og skilaði það sjóðanum kr. 356.899.- og hyggst Björgvin halda þessu áfram. Ef aðrir vilja bætast í hópinnendilega hafið samband við Berg Þorra formann Sjálfsbjargar lsh.

Úthlutað er úr Hjálparliðasjóðnum tvisvar á ári ef fjármagn leyfir. Skilafrestur umsókna í sjóðinn er til 1. maí og 1. september ár hvert.

Vinsamlegast skilið umsókninni með netpósti ef kostur er: sjalfsbjorg@sjalfsbjorg.is og merkið sem umsókn í Hjálparliðasjóðinn og nafn umsækjanda.

Umsókn til Hjálparliðasjóðsins

Reglur um hjálparliðasjóð Sjálfsbjargar finnur þú hér