Mynd tekin í Félagsheimili Bolungarvíkur af fyrsta landsfundi Sjálfsbjargar

Ítrekun. Landsfundi er frestað til hausts.

Með tölvupósti þann 23. mars sl. til allra formanna, var landsfundi Sjálfsbjargar frestað til 26. september. Kæru formenn.   Vegna hins skæða Vírus sem veldur Covid-19 hefur stjórn Sjálfsbjargar tekið þá ákvörðun að fresta landsfundi til 26. september.   Var þessi tímasetning valinn með það fyrir augum að gefa aðildarfélögum nægan tíma til að halda sína aðalfundi/fundi til að tilnefna á landsfund. Sjálfsbjörg á Höfuðborgarsvæðinu hefur nú þegar valið á…

Read more

Golli

Almenningssamgöngur milli landshluta verða varla gerðar aðgengilegar

Nú í morgun var haldinn fundur undir fyrirsögninni-Ferðumst saman – morgunverðarfundur um almenningssamgöngur milli byggða.  Tilefni fundarins voru skýrsludrög um almenningssamgöngur .  Svo vitnað sé í skýrsluna segir á bls 51; “Að lágmarki þurfa stoppistöðvar að tryggja öryggi, skjól fyrir vindum og ofankomu, aðgengi fyrir alla, lýsingu og upplýsingar um þjónustu.” Hins vegar segir aðeins um ökutækin (sem stöðva jú við sömu stöðvar) ;”Það er þó mikilvægt að farartækin séu…

Read more

Landsfundur 2019

Hér með er boðað til Landsfundar Sjálfsbjargar lsh  2019. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 4. maí n.k. og hefst kl. 9.00 í húsnæði Þjónustumiðstöðvarinnar Hátúni 12. Dagskrá verður skv. lögum. Öll gögn fundarins verða sett inn á vefsíðu Sjálfsbjargar lsh. undir Landsfundur 2019 jöfnum höndum.

Read more

Tillögur starfshóps um bætta tannheilsu öryrkja og aldraðra

Leitað verður samninga við tannlækna um nýja gjaldskrá vegna tannlækninga öryrkja og aldraðra og kostnaðarþátttaka ríkisins aukin. Byggt verður á tillögum starfshóps heilbrigðisráðherra um aukna greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum þessa hóps sem skilaði tillögum sínum fyrir nokkru. Samkvæmt fjárlögum er hálfur milljarður króna til ráðstöfunar á þessu ári sem nýttur verður til að draga úr greiðsluþátttöku öryrkja og aldraðra vegna tannlæknaþjónustu. Áætluð aukning fjár í þessu skyni nemur einum milljarði…

Read more

NPA frumvarpið orðið að lögum.

8 ára þrautaganga hefur loksins skilað sér. Frumvarp um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, NPA, var samþykkt samhljóða sem lög á Alþingi í hádeginu í dag. Samþykkt var samhljóða á þingfundi nú í dag, að lögfesta nýjan ramma um þjónustu við fatlað fólk samhliða því að gerðar verða breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þessar breytingar taka gildi þann 1. október n.k. og munu þær hafa allvíðtæk áhrif…

Read more

Sólarkaffi

Þegar dag tekur að lengja blása Sjálfsbjargarfélögin bæði á Siglufirði og í Bolungarvík til sólarkaffis. Þá eru framleiddar pönnukökur í massavís sem fyrirtæki og einstaklingar kaupa. Er þetta frábært framtak sem og fjáröflun fyrir félögin.  

Read more

Ólöf Ríkarðsdóttir – Minningarorð

Í dag kveður Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra einn frumkvöðla samtakanna, Ólöfu Ríkarðsdóttur. Ólöf var einn stofnfélaga fyrsta Sjálfsbjargarfélagsins og æ síðan var hún ötul baráttukona fyrir réttindum og hagsmunum fatlaðra. Hún gegndi í áranna rás fjölmörgum ábyrgðar- og trúnaðarstörfum innan okkar samtaka, auk þess að starfa á skrifstofu okkar í áraraðir, m.a. sem félagsmálafulltrúi. Ólöf kom víða við í málefnastarfi fatlaðra. Hún vann að og var ein af stofnendum Öryrkjabandalags Íslands…

Read more

Vinningaskrá í Jónsmessuhappdrætti Sjálfsbjargar

Jónsmessuhappdrætti Sjálfsbjargar   Dregið var þann 24. júní 2017 Vinningar og vinningsnúmer (birt án ábyrgðar)     Skemmtisigling á vegum Úrval Útsýn að verðmæti kr. 1.500.000,-. 1. 23410   2.-6. Draumaferð að eigin vali hjá Úrval Útsýn hver að verðmæti kr. 500.000,- 2. – 6. 5414 14876 15664 19466 21176   7.-14. Vöruúttekt hjá Samsungsetrinu hver að verðmæti kr. 250.000,- 7.-14. 3556 6353 11148 15603 21985 25771 26234 29535  …

Read more

Dregið hefur verið í Jólahappdrætti Sjálfsbjargar

Þann 24. desember 2016 var dregið í Jólahappdrætti Sjálfsbjargar. Vinningaskráin er birt þann 28. desember 2016 í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Einnig er hægt að sjá skrána á happdrættis-síðu okkar. Þökkum við landsmönnum fyrir veittan stuðning!                                              

Read more

Jólahappdrætti Sjálfsbjargar

Miðar í Jólahappdrætti Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra 2016 hafa verið sendir út og birtast í heimabanka móttakenda. Lausa miða er hægt að kaupa á skrifstofu Sjálfsbjargar, sími 5500360 og greiða með greiðslukorti. Ykkar stuðningur skiptir máli!

Read more