Leiga á Furuholti í sumar.

Nú gefst öllu félagsfólki innan Sjálfsbjargar landssambands kostur á að sækja um lausar vikur í Furuholti sumarhúsi Sjálfsbjargar á Akureyri.  Til þess að sækja um er farið inn á bjargendur.is og þar undir sumarhúsi er hægt að sækja um lausar vikur.  Vikuleigan er kr. 40.000 og skal greiðast inn á reikning félagsins 302-26-8345 570269-2599 fyrir 07.05.2018.  Umsóknarfrestur er til 30.04.2018.  Reglan verður sú að fyrstur sækir fyrstur fær.  Verði leigugjald…

Read more

Formaðurinn sótillur á landsfundi.

Undirritaður sótti landsfund Sjálfstæðisflokksins um nýliðnahelgi. Hélt ég utanum ályktun velferðarnefndar ásamt fundarstjóra og fundarritara í þeirri nefnd. Í pistli á vef Stundarinnar kemur fram ágætlega viðbrögð mín þegar búið var að sjóða niður ályktunina í stjórnmálaályktun fundarinns; Nú var mælendaskrá opnuð og kom maður í hjólastól [Bergur Þorri Benjamínsson] upp á svið og kvartaði yfir því að texti tengdur krónu á móti krónu skerðingu öryrkja og aldraðra hefði ekki verið…

Read more

Sumarútleiga á Fjölskylduhúsi Sjálfsbjargar.

Nú eru sumarvikurnar komnar í útleigu. Unnt er að leigja glæsilegt orlofshús Sjálfsbjargar hvort sem er um að ræða helgi í vetur eða viku í sumar. Fyrstur sækir um fyrstur fær. Kannaðu hvort húsið er laust þann tíma sem þú kýst. Sjá nánar á vefsíðu Sjálfsbjargar: http://www.sjalfsbjorg.is/fjolskylduhus-sjalfsbjargar-reykholti/

Read more

Lyfta fyrir hreyfihamlaða í Salalaug Kópavogi.

  Salalaug hefur fest kaup á nýrri og fullkominni lyftu fyrir hreyfihamlaða. Lyftan er færanleg og hægt nota hana bæði úti og inni. Með tilkomu lyftunnar er aðstaða fyrir fatlaða orðin enn betri en áður í sundlauginni. Í Salalaug er sér skiptiklefi fyrir fatlaða með beinu aðgengi út í laug og einnig stendur þeim fötluðum sem vilja til boða að fá afnot af léttum hjólastól. „Við erum mjög ánægð með þessa…

Read more

Frumsýning hjá Halaleikhópnum.

Í kvöld frumsýnir Halaleikhópurinn ærslafullan gamanleik, Maður í mislitum sokkum.Halaleikhópurinn er áhugaleikfélag, stofnað 1992. Blandaður leikhópur, þar sem fatlaðir og ófatlaðir vinna saman, og er hópurinn aðili að Bandalagi íslenskra leikfélaga. Árlega er sett upp vegleg leiksýning og er þá ráðinn atvinnuleikstjóri til verksins. Þröstur segir mikla en skemmtilega áskorun felast í að leikstýra mismunandi samansettum áhugaleikhópum. Sýnt er í Halanum, en svo nefnist salur í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, Reykjavík. Gengið er inn að norðanverðu um austurinngang. Nánari…

Read more

Sólarkaffi

Þegar dag tekur að lengja blása Sjálfsbjargarfélögin bæði á Siglufirði og í Bolungarvík til sólarkaffis. Þá eru framleiddar pönnukökur í massavís sem fyrirtæki og einstaklingar kaupa. Er þetta frábært framtak sem og fjáröflun fyrir félögin.  

Read more

Klifur er komið út.

Hið árlega blað Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra kom út í desember síðastliðinn. Blaðið er nokkuð ítarlegt og vel myndskreytt og starfsemi samtakanna vel kynnt. Blaðið er einnig sett upp í heild sinni hér á vefsíðu Sjálfsbjargar og má fletta því hér. Þau mistök urðu við umbrot blaðsins að niðurlag viðtals við nýjan alþingismann okkar, Guðmund Inga Kristinsson vantar í prentuðu útgáfuna, en það er í heild sinni í eintakinu sem er hér á…

Read more

Jólahappadrætti 2017-vinningaskrá

JÓLAHAPPDRÆTTI  SJÁLFSBJARGAR   DREGIÐ VAR ÞANN 24. DESEMBER 2017 Eftirfarandi eru vinningar og vinningsnúmer (birt án ábyrgðar)     SUZUKI Baleno GLX sjálfskiptur, að verðmæti kr. 3.320.000.- 1. 148   2.-6. Vöruúttekt hjá Ikea að eigin vali, hver að verðmæti kr. 400.000,- 2. – 6. 9876 10080 15004 19719 23025   7.-11. Vöruúttekt hjá Samsungsetrinu, hver að verðmæti kr. 250.000,- 7.-11. 2297 12146 14318 18627 19003   12.-31. Vöruúttekt hjá…

Read more

Viðgerðarþjónusta hjálpartækja-byrjunarerfiðleikar.

Í sumarbyrjun tók gildi nýtt fyrirkomulag á viðgerðarþjónustu á hjálpartækum. Fram að þessu höfðu Sjúkratryggingar Íslands eitt gert við hjálpartæki t.d hjólastóla og göngugrindur en opnunartími þeirra þjónustu var takmakaður frá kl 10-15 virka daga. Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) gerðu samning fyrripart árs við sex fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu um viðgerðarþjónustu vegna hjálpartækja. Fyrirtækin eru: Fastus ehf. Icepharma hf. Stoð ehf. stoðtækjasmíði Títus ehf. Öryggismiðstöð Íslands ehf. Eirberg ehf. frá 1. september…

Read more

Góð söfnun á hlaupastyrk.

Alls söfnuðust 338.100 krónur í gegnum verkefnið hlaupastyrkur.is sem keyrt er samhliða Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Björgvin Ingvi Ólafsson starfsmaður Íslandsbanka náði langstærstum hluta þessarar fjárhæðar eða 236.100. Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar var svo með 75.000 kr. og Sigvaldi Búi Þórarinsson með 13.000 kr. Aðrir söfnuðu minna. Í fyrra söfnuðust 356.899 og er því árangurinn mjög ásættanlegar. Við hjá Sjálfsbjörg fögnum því einnig að allt það fé rennur óskipt í okkar…

Read more