Viðgerðarþjónusta hjálpartækja-byrjunarerfiðleikar.

Í sumarbyrjun tók gildi nýtt fyrirkomulag á viðgerðarþjónustu á hjálpartækum. Fram að þessu höfðu Sjúkratryggingar Íslands eitt gert við hjálpartæki t.d hjólastóla og göngugrindur en opnunartími þeirra þjónustu var takmakaður frá kl 10-15 virka daga. Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) gerðu samning fyrripart árs við sex fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu um viðgerðarþjónustu vegna hjálpartækja. Fyrirtækin eru: Fastus ehf. Icepharma hf. Stoð ehf. stoðtækjasmíði Títus ehf. Öryggismiðstöð Íslands ehf. Eirberg ehf. frá 1. september…

Read more

Góð söfnun á hlaupastyrk.

Alls söfnuðust 338.100 krónur í gegnum verkefnið hlaupastyrkur.is sem keyrt er samhliða Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Björgvin Ingvi Ólafsson starfsmaður Íslandsbanka náði langstærstum hluta þessarar fjárhæðar eða 236.100. Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar var svo með 75.000 kr. og Sigvaldi Búi Þórarinsson með 13.000 kr. Aðrir söfnuðu minna. Í fyrra söfnuðust 356.899 og er því árangurinn mjög ásættanlegar. Við hjá Sjálfsbjörg fögnum því einnig að allt það fé rennur óskipt í okkar…

Read more

Fjölskylduhús Sjálfsbjargar opnar!

Loksins er Fjölskylduhús Sjálfsbjargar í Reykholti tilbúið til útleigu til Sjálfsbjargarfélaga. Þetta er stórglæsilegt einbýlishús útbúið með þarfir hreyfihamlaðra í huga. Skoðið kynningu á húsinu á vefsíðu samtakanna.

Read more

Sundlaugar okkar ALLRA!

Ársverkefni Sjálfsbjargar lsh. 2017 sem öll aðildarfélög samtakanna vinna að þessa dagana tengist notendaúttekt á aðgengismálum sundlauga á starfssvæðum félaganna – hvernig er aðgengi fyrir hreyfihamlaða – getur okkar fólk líka farið í sund? Ekki eru endilega allar sundlaugar staðanna teknar út. Hvernig er aðkoman, hvernig er aðgangur að búningsklefum, sturtuklefum og kemst fólk ofan í laugina og í heitu pottana? Úttektirnar fara fram í júlí og ágúst og verður…

Read more

Vinningaskrá í Jónsmessuhappdrætti Sjálfsbjargar

Jónsmessuhappdrætti Sjálfsbjargar   Dregið var þann 24. júní 2017 Vinningar og vinningsnúmer (birt án ábyrgðar)     Skemmtisigling á vegum Úrval Útsýn að verðmæti kr. 1.500.000,-. 1. 23410   2.-6. Draumaferð að eigin vali hjá Úrval Útsýn hver að verðmæti kr. 500.000,- 2. – 6. 5414 14876 15664 19466 21176   7.-14. Vöruúttekt hjá Samsungsetrinu hver að verðmæti kr. 250.000,- 7.-14. 3556 6353 11148 15603 21985 25771 26234 29535  …

Read more

Jónsmessuhappdrætti Sjálfsbjargar

Árlegt Jónsmessuhappdrætti Sjálfsbjargar er nú í gangi – það munar um hvern miða sem greiddur er! Hver miði aðeins kr. 2.950.- Til að greiða með korti eða kaupa miða má hringja í síma 5500-360 á skrifstofutíma.

Read more

Tvö málþing um innleiðingu samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks

Samband íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við Þroskahjálp, ÖBÍ og Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum HÍ stendur að málþingi sem ber yfirskriftina: Hvaða þýðingu hefur Sáttmáli SÞ um réttindi fatlaðs fólks fyrir þjónustu og starfsemi íslenskra sveitarfélaga? Málþing verður haldið á Grand Hóteli í Reykjavík þriðjudaginn 16. maí 2017 kl. 13:00 til 17:00 – enginn aðgangseyrir. Dagskrána má lesa hér Reykjavíkurborg, Landssamtökin Þroskahjálp, Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum og Öryrkjabandalag Íslands bjóða til málþings á…

Read more

Standandi frá vinstri, Þorsteinn Fr Sigurðsson framkvæmdastjóri, Jón Eiríksson ritari, Guðni Sigmundsson meðstjórnandi, María Óskarsdóttir gjaldkeri, Margrét S Jónsdóttir. Sitjandi Guðmundur Ingi Kristinsson meðstjórnandi, Bergur Þorri Benjamínsson formaður, Þuríður Harpa Sigurðardóttir varaformaður og Kristín Jónsdóttir varamaður í stjórn. Á myndina vantar Ólafíu Ósk Runólfsdóttur varamann í stjórn en hún var veðurteppt.

Landsfundur Sjálfsbjargar um 6. maí s.l.

Landsfundur Sjálfbjargar landssambands hreyfihamlaða var haldinn s.l laugardag. Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktanir. Ályktanir lagðar fyrir Landsfund Sjálfsbjargar lsh. 2017 Ályktun um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Landsfundur Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra haldinn í Reykjavík þann 6. Maí 2017 skorar á ríkisstjórn Íslands að lögfesta nú þegar samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Alþingi hefur nú loksins fullgilt samninginn, en hann var upphaflega undirritaður af fulltrúum íslenska ríkisins þann…

Read more

Fréttatilkynning frá Sjálfsbjörg félagi fatlaðra á Akureyri og nágrenni

Það er með mikilli gleði sem Sjálfsbjörg félag fatlaðra á Akureyri og nágrenni,  kynnir kaup félagsins á fallegu og rúmgóðu sumarhúsi sem staðsett er við Vestmannsvatn í Reykjadal.  Þetta er búið að vera draumur formansins Herdísar Ingvadóttur lengi, og nú hefur sá draumur orðið að veruleika.  Þetta er nýlegt 90 m2 hús sem hefur fengið nafnið Furuholt,  með öllum búnaði sem til þarf, stóra og góða verönd og heitan pott.…

Read more

Nafni Sjálfsbjargar breytt

Á fjölmennum landsfundi Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra var einróma samþykkt að breyta nafni samtakanna í Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra. Er landsambandið var stofnað 1959 var hugtakið fatlaður nánast einvörðungu notað fyrir fólk með sýnilega fötlun sem þá var nær alfarið hreyfihömlun. Með árunum breyttist notkun þess að varð með tímanum samheiti fyrir alla fötlun. Sjálfsbjörg  hefur þó alla tíð verið fyrst og fremst verið málefna- og baráttusamtök hreyfihamlaðs fólks, þó aðildarfélög samtakanna…

Read more