Afmælishappdrætti Sjálfsbjargar 2019 vinningaskrá

  Afmælishappdrætti Sjálfsbjargar.-Dregið var þann 28. júní 2019-Vinningar og vinninganúmer: 1. Skemmtisigling fyrir tvo í gegnum Úrval Útsýn, að verðmæti kr. 1.750.000.- 15769   2.-6. Draumaferð að eigin vali hjá Úrvali Útsýn, hver að verðmæti kr. 600.000,- 18335 27805 30593 37490 42017   7.-14. Vöruúttekt hjá Samsungsetrinu, hver að verðmæti kr. 400.000,- 6411 16668 17016 20533 21523 21593 26747 38227   15.-39. Ferð að eigin vali hjá Úrval Útsýn, hver…

Read more

60 ára afmælishóf

Í dag 1. júni hélt Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra afmælishóf í tilefni þess að í ár eru 60 ár frá stofnun landssambandsins, en afmælisdagurinn er 4.6. Hófið var haldið Á Grand hótel og voru viðstaddir góðir gestir sem samanstóðu af forystu samtakanna, fyrrum forystufólki, gullmerkishafar samtakanna, opinberir aðilar, forystufólk margra samtaka sem Sjálfsbjörg starfar með m.a. á vettvangi ÖBÍ og viðskipta- og stuðningsaðilar, Og þá heiðraði Forseti Íslands okkur með nærveru…

Read more

Fræðslubæklingur um matarræði fyrir hreyfihamlaða

Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra fékk leyfi útgefenda til að þýða þennan bækling (sjá hér). Og í stað þess að einskorða innihald hans við mænuskaddaða einstaklinga þá er honum beint til fleiri hópa hreyfihamlaða. Ef þú ert til dæmis með heila- og mænusigg, heilalömun eða hefur fengið slag eða gengið ígegnum aflimun, þá geturðu einnig notið góðs af ábendingum og ráðum sem hér eru.  Tilgangurinn með útgáfu þessa bæklings er að fræða…

Read more

Ályktanir Landsfundar Sjálfsbjargar 2019.

  Landsfundur Sjálfsbjargar lsh. haldinn í Reykjavík 4. maí 2019    Ályktun um kjaramál Landsfundur Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra, haldinn 4. maí 2019 skorar á Alþingi Íslendinga allra að afnema nú þegar krónu á móti krónu skerðinguna og fara að eigin lögum með tilvísan til 69. gr almannatryggingalaga, en að þessu sinni afturvirkt eins og á við um kjör alþingismanna sjálfra. Nýsamþykktur lífskjarasamingur gildi fyrir alla, þar með talið öryrkja.  69.…

Read more

Niðurstaða Ársverkefnis

Ársverkefni Sjálfsbjargar 2018 – niðurstöður Síðastliðið vor fór Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra af stað með aðgengisverkefni árið 2018, sem var notendaúttekt á söfnum á svæði aðildarfélaganna, m.t.t. aðgengis fyrir hreyfihamlaða. Heiti verkefnisins var: Söfn okkar ALLRA! Og er það tilvísun til þeirrar staðreyndar að vegna margvíslegra aðgangshindrana eru fjölmörg söfn landsins ekki allra, því miður. Ekki áttu öll aðildarfélög Sjálfsbjargar kost á því að taka þátt í verkefninu og ekki reyndist…

Read more

60 ára afmælismerki

60 ára afmælismerki Í tilefni þess að í ár eru 60 ár frá stofnun Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra (þá landssamband fatlaðra) var útbúið sérstakt afmælismerki sem samtökin munu nota til að minna á afmælisáfangann.

Read more

Vinningaskrá áramótahappdrættis

Áramótahappdrætti Sjálfsbjargar.  Dregið var þann 31. desember 2018                                                               Vinningar og vinningsnúmer Bifreið, Kia Niro Plug-in Hybrid rafbíll, að verðmæti kr. 3.990.777.- 1011   2.-6. Vöruúttekt hjá Rafha ehf, heimilistæki að eigin vali, hver að verðmæti kr. 300.000,- 5949 16711 17321 17390 27603   7.-11. Vöruúttekt hjá húsgagnaverslun eða verslun, hver að verðmæti kr. 175.000,- 2745 10620 15653 19346 28516   12.-41. Vöruúttekt hjá Rafha ehf, heimilistæki að eigin…

Read more

Klifur fyrir árið 2018 er komið út.

  Nýtt Klifur er komið út. Meðal efnis í blaðinu er umfjöllun um hjólastólakörfubolti sem leikinn er einu sinni í viku í Íþróttahúsi ÍFR. umfjöllun um uppbyggingu á lóð Samtakana, Hátúni 12. Umfjöllun um helstu baráttumálinn. Yfirlit yfir gullmerkjahafa samtakna frá upphafi. Heimsókn Chris Kock til Sjálfsbjargar. Samkeppni um nýtt merki samtaknana, svo eitthvað sé nefnt. Blaðið má finna hér.    

Read more

Þeir eru margir lyftustokkarnir..

Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar landssambands skrifar. Skref hafa verið stigin til að bæta aðgengi þeirra sem búa við einhverskonar hreyfihömlun. Algild hönnun árið 2012 var stærsta skrefið og ber að þakka þáverandi ráðherra Svandísi Svavarsdóttur fyrir það skref. Það skref hefur þó ekki orðið til þess að breyta hugsunarhætti þeirra sem hyggja á framkvæmdir eða eru í framkvæmdum. Þar leynast púkar sem sjálfsagt raula lagið „Gott“ eftir Eyjólf Kristjánsson…

Read more