Eins og flestum forsvarsaðilum sundlauga er kunnugt fór Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra af stað með aðgengisverkefni í sumar sem var notendaúttekt á sundlaugum á svæði aðildarfélaganna m.t.t. aðgengis fyrir hreyfihamlaða. Heiti verkefnisins var: Sundlaugar okkar ALLRA! Og er það tilvísun til þeirrar staðreyndar að vegna margvíslegra aðgangshindrana eru fjölmargar sundlaugar landsins ekki allra, því miður. Ekki áttu öll aðildarfélög Sjálfsbjargar kost á því að taka þátt í verkefninu og ekki reyndist heldur raunhæft að taka út allar sundlaugar á starfssvæði félaganna sem þátt tóku.
En 24 sundlaugar voru teknar út og þar á meðal sundlaug Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar
Niðurstöðurnar eru birtar á vefsíðu Sjálfsbjargar (www.sjalfsbjorg.is) og í meðfylgjandi skjali sést niðurstaða allra sundlauganna 24 og þar á meðal sundlaugin þín. Þarna má bera sundlaugina saman við aðrar sundlaugar í verkefninu. Því miður sýna niðurstöðurnar allan skalann frá því að aðgengi er mjög gott niður í að sundlaugin er nær óaðgengileg hreyfihömluðu fólki.