
Arndís Guðmundsdóttir ráðin forstöðumaður Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar
Arndís Guðmundsdóttir er nýráðinn forstöðumaður Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar. Þekkingarmiðstöðin hefur verið starfandi frá 2012 og annast hún upplýsingaöflun og miðlun upplýsinga um margvísleg málefni er tengjast hreyfihömluðu fólki.
Fram kemur í tilkynningu að Arndís sé með meistaragráðu í mannfræði og kynjafræðum. Hún þekki mjög vel til málefna fatlaðs fólks enda hafi hún á árum áður starfað sem kynningar- og félagsmálafulltrúi Sjálfsbjargar. Þá hafði hún einnig gegnt störfum sem fræðslufulltrúi bæði hjá Íslandspósti og Krabbameinsfélagi Reykjavíkur.
Heimasíða Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar www.thekkingarmidstod.is